Edwards kemur frá Birmingham en sagðist ekki hafa mikinn áhuga á fótbolta og hefði því litla skoðun á atvikinu í Birmingham-slagnum um síðustu helgi er stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og kýldi Jack Grealish, leikmann Aston Villa.
Bretinn, sem er af jamaískum ættum, vildi frekar ræða bardaga helgarinnar og Gunnar Nelson. Við ræddum meðal annars dansinn hans Gunnars í árshátíðarmyndbandi Mjölnis sem hefur slegið í gegn.
„Ég sá þetta og hló að þessu. Þetta var fyndið,“ sagði Edwards og hló dátt en hann veit lítið um Ísland.
„Ég veit að það er bjart á sumrin og svo Bláa lónið. Meira veit ég ekki.“
Nánar verður rætt við Edwards í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.