Dæmdir menn óska eftir frestun á afplánun í ljósi dómsins í Strassborg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 12:36 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að nokkrar beiðnir hafi borist Fangelsismálastofnun um frestun á afplánun í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara í Landsrétt hefði verið ólögmæt. Dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á vali hæfisnefndar við skipan dómsins sem Alþingi samþykkti. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins hefur þegar haft áhrif á meðferð dómsmála hér á landi. Engir dómar verða kveðnir upp í vikunni og þá hefur þeim málum verið frestað sem eru til meðferðar hjá Landsrétti þar sem einn hinna fjögurra dómara situr í dómarasæti. Í ljósi dómsins í gær hafa nokkrir einstaklingar sem hlutu dóm í Landsrétti haft samband við Fangelsismálastofnun og óskað eftir frestun á afplánun. Þetta segir Páll í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis fyrir hádegi. „Við veitum fresti á afplánun við tilteknar aðstæður og það munum við skoða í þeim tilvikum ef beiðnir um slíkt koma fram sem tengjast þessum málum,“ segir Páll. „Einhverjir eru í afplánun nú þegar og verður að skoða hvert mál fyrir sig en mikilvægt er að benda á að dómarnir eru ekki sjálfkrafa ógildir og við erum einfaldlega að fullnusta tildæmdar fangelsisrefsingar.“ Engar beiðnir hafa borist enn sem komið er um að gert verði hlé á afplánun. „Komi fram beiðni um hlé á afplánun verður það skoðað og verði farið fram á endurupptöku munum við einnig þurfa að fara yfir hvert mál fyrir sig. Við svona aðstæður er mikilvægt að vanda alla vinnu, að allir haldi ró sinni og að við vinnum í samræmi við íslensk lög. Það ætlum við okkur að gera.“Ellefu samskonar mál og dæmt var í í Strassborg í gær eru á borði Mannréttindadómstólsins að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns. Um er að ræða mál þar sem einn dómaranna fjögurra hefur verið í dómarasætinu í Landsrétti.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira