Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 17:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. Vísir/stöð 2 „Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
„Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22