Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 14. mars 2019 19:15 Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. Gunnar er á góðu róli í aðdraganda bardagans gegn Edwards og niðurskurðurinn gengið vel venju samkvæmt. Okkar maður veit að hann er að fara í hörkubardaga. Einn af þeim erfiðustu á sínum ferli gegn mjög hæfum andstæðingi. „Hann er helvíti fjölhæfur og ég hugsa að hann vilji halda bardaganum standandi og reyna að mýkja kallinn upp. Ef hann sér einhverja góða opnun til að taka mig niður þá gæti hann reynt það. Kemur í ljós,“ segir Gunnar en hvernig ætlar hann að herja á Edwards? „Hann yrði ekki í góðum málum undir mér. Síðan hefur hann átt erfitt gegn mönnum sem pressa.“ Gunnar og Edwards eru á svipuðum stað á sínum ferli. Edwards segist ætla að rota Gunnar og okkar maður hefur heldur engan áhuga á því að láta bardagann í hendur dómaranna. „Það er alltaf svoleiðis hjá mér. Ég hef engan áhuga á því að leyfa dómurunum að stýrast í því hvernig bardaginn fer. Ég vil bara sjá um það sjálfur.“ Darren Till er stjarna kvöldsins en hann ætlar þrátt fyrir það ekki að missa af bardaga Gunnars og Edwards. „Mér finnst þetta vera áhugaverður bardagi. Ég tel að þetta geti ráðist á því hvernig Gunnar Nelson mætir til leiks að þessu sinni. Stundum er hann flatur en í öðrum bardögum mylur hann andstæðinga sína í jörðina og klárar þá. Edwards er með sjálfstraust í botni og gæti stolið þessu. Ég hlakka til að sjá þetta,“ sagði Till.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna. 14. mars 2019 08:00 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Sjá meira
Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. Gunnar er á góðu róli í aðdraganda bardagans gegn Edwards og niðurskurðurinn gengið vel venju samkvæmt. Okkar maður veit að hann er að fara í hörkubardaga. Einn af þeim erfiðustu á sínum ferli gegn mjög hæfum andstæðingi. „Hann er helvíti fjölhæfur og ég hugsa að hann vilji halda bardaganum standandi og reyna að mýkja kallinn upp. Ef hann sér einhverja góða opnun til að taka mig niður þá gæti hann reynt það. Kemur í ljós,“ segir Gunnar en hvernig ætlar hann að herja á Edwards? „Hann yrði ekki í góðum málum undir mér. Síðan hefur hann átt erfitt gegn mönnum sem pressa.“ Gunnar og Edwards eru á svipuðum stað á sínum ferli. Edwards segist ætla að rota Gunnar og okkar maður hefur heldur engan áhuga á því að láta bardagann í hendur dómaranna. „Það er alltaf svoleiðis hjá mér. Ég hef engan áhuga á því að leyfa dómurunum að stýrast í því hvernig bardaginn fer. Ég vil bara sjá um það sjálfur.“ Darren Till er stjarna kvöldsins en hann ætlar þrátt fyrir það ekki að missa af bardaga Gunnars og Edwards. „Mér finnst þetta vera áhugaverður bardagi. Ég tel að þetta geti ráðist á því hvernig Gunnar Nelson mætir til leiks að þessu sinni. Stundum er hann flatur en í öðrum bardögum mylur hann andstæðinga sína í jörðina og klárar þá. Edwards er með sjálfstraust í botni og gæti stolið þessu. Ég hlakka til að sjá þetta,“ sagði Till.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna. 14. mars 2019 08:00 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Sjá meira
Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00
Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00
Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna. 14. mars 2019 08:00
Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30
Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55