Masvidal: Gunnar er klappstýra sem ég vil berja út á bílastæði Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 15. mars 2019 09:00 Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Veltivigtarmaðurinn Jorge Masvidal, sem er í aðalbardaganum í London á morgun, vandaði okkar manni, Gunnari Nelson, ekki kveðjurnar og lét hann heyra það í viðtali við Vísi. „Hverjum er ekki drullusama,“ sagði bandaríski harðjaxlinn Jorge Masvidal þegar hann var beðinn um álit sitt á bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards. Hann bætti svo við: „Ég vissi ekki einu sinni að þessir gaurar væru að berjast á kvöldinu mínu.“ Ægilegur töffari. Gunnar hefur í nokkuð langan tíma óskað þess að fá að berjast við Masvidal en alltaf fengið neikvæð svör. Masvidal barðist ekkert á síðasta ári. „Það er lygi í honum. Hann segir alls konar hluti. Ég barðist ekki við neinn á síðasta ári og það má vel vera að hann hafi reynt að hafa samband þá. Fyrir þann tíma var talað um þetta en það var verið að opinbera veikleika hans hvað eftir annað þá,“ sagði Masvidal sem telur Gunnar ekki vera nógu góðan til að berjast við sig. „Hvern hefur Gunnar unnið sem gefur honum ástæðu til þess að kalla á svona marga menn? Hann hefur ekki unnið neinn í topp tíu. Þetta eru einhverjir Ben Askren-stælar í honum og hann telur sig eiga skilið að berjast við þá sem hann kallar á.“ Það er reyndar nokkuð augljóst á þessu spjalli að Masvidal virðist lítið vita um Gunnar sem hefur nánast aldrei skorað einhvern á hólm á ferlinum. Menn fyrir ofan hann hafa svo forðast hann eins og heitan eldinn. Masvidal þar á meðal en það breytir því ekki að hann er til í að drulla yfir Gunnar. „Hann er bara klappstýra en ekki á meðal þeirra sem eru að berjast um titilinn. Hann þarf að þekkja sína stöðu,“ sagði hörkutólið kjaftfora frá Miami en telur hann líklegt að Gunnar fái að berjast við hann? „Já, á bílastæðinu. Það er ekki þess virði að fara í æfingabúðir áður en maður mætir þessum gæja.“Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards. 13. mars 2019 19:30
Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00
Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. 14. mars 2019 19:15
Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30
Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55