Heimilislausir í Víðinesi eru uggandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:30 Svanur í herbergi sínu í Víðinesi með hundinn sinn. Fréttablaðið/Þórsteinn Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Íbúar í Víðinesi, tímabundnu úrræði fyrir heimilislausa, segjast ekki fá svör um framtíð sína frá Reykjavíkurborg. Svanur Elí Elíasson sem hefur búið í Víðinesi í dágóðan tíma segir íbúa upplifa afskiptaleysi borgaryfirvalda. „Við spyrjum reglulega um framtíð okkar en fáum engin svör,“ segir Svanur. „Ég á von á því að stýrihópur um stefnu í málefnum utangarðsfólks eða jaðarsettra einstaklinga leggi fram tillögur á fyrsta fundi velferðarráðs í apríl og þar verði tillögur varðandi Víðines. Það hefur verið til umræðu að auglýsa eftir aðilum til að reka þar áfangaheimili. Við höfum ekki verið að taka nýja íbúa inn og leggjum áherslu á að aðstoða þá sem eru þarna í dag til að finna varanlega lausn,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Víðines er úrræði fyrir fólk sem á við húsnæðis- og/eða vímuefnavanda að etja. Upphaf þess að Víðinesið var tekið í notkun var að hópur einstaklinga dvaldi á tjaldstæði í Laugardal við óviðunandi aðstæður. Víðines var í upphafi hugsað sem tímabundið neyðarhúsnæði til að koma fólki undir þak þar til önnur viðeigandi húsnæðislausn fyndist. Sett voru viðmið um dvöl íbúa. Að vera sjálfbærir um aðföng, vera húsnæðislausir og án húsaleigusamnings. Eitt af viðmiðunum var að auki að íbúarnir ættu ekki að hafa þörf fyrir ríka þjónustu, geta búið innan um aðra og glíma ekki við alvarlegan fíknivanda. Gerðir eru dvalarsamningar við íbúa til tveggja mánaða í senn. „Við, sem líkar vel búsetan hér, myndum vilja gera dvalarsamninga til lengri tíma til þess að fá húsnæðisuppbót og önnur réttindi sem fylgja fastari búsetu. Ég hef verið hér í dágóðan tíma og lít á Víðines sem heimili mitt. Þetta virkar hins vegar ekki fyrir alla, sumir eru einmana hér og þurfa félagsskap og einnig meiri sérfræðihjálp,“ segir Svanur sem gagnrýnir einnig að það sé fátt um fína drætti í félagslegri aðstoð til íbúanna.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira