Framkvæmdastjóri Kadeco verið á framlengingu í tvö ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Eitt meginhlutverk Kadeco var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Fréttablaðið/Heiða Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“ Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent