Ræddi öryggis- og varnarmál við utanríkisráðherra Þýskalands Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 13:41 Guðlaugur Þór Þórðarson og Heiko Maas á fundi þeirra í dag Utanríkisráðuneytið Öryggis- og varnarmál, málefni norðurslóða og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi voru meðal helstu umræðuefna á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sem fram fór í Berlín fyrr í dag. Á fundinum ræddu ráðherrarnir fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Washington 4. apríl í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins. Enn fremur greindi Guðlaugur Þór frá undirbúningi fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem hefst í maí, en Þýskaland er áheyrnaraðili að ráðinu og hafa þarlendir ráðamenn sýnt málefnum norðurslóða athygli í auknum mæli. Samskiptin til austurs og vesturs voru jafnframt til umfjöllunar auk þess sem alþjóðleg viðskipti og málefni Heimsviðskiptastofnunarinnar voru fyrirferðamikil á fundinum. Evrópumálin og Brexit voru rædd og þá fór Guðlaugur Þór yfir stöðu og mikilvægi EES samningsins. Málefni Sameinuðu þjóðanna voru sömuleiðis til umræðu, en Þýskaland tók nýverið sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig kom mannréttindaráðið til umfjöllunar og frumkvæði Íslands í að leiða hóp 36 ríkja, þar með talið Þýskaland, í gagnrýni á stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þá gerði Guðlaugur Þór grein fyrir helstu áherslum Íslands í norrænu samstarfi, sem Ísland er í formennsku fyrir á árinu. „Ísland mætir ávallt hlýhug og áhuga í Þýskalandi og mikilvægt er að rækta tengsl þessara vinaþjóða. Við deilum sömu gildum og sýn á alþjóðavettvangi, meðal annars innan Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Þýskaland er enn fremur í þungamiðju allrar þróunar í Evrópu. Tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands standa jafnframt í miklum blóma, meðal annars á sviðum viðskipta, fjárfestinga og ferðamennsku, en einnig í menningarmálum og íþróttastarfi. Það er margt og bjart fram undan í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þýskaland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Öryggis- og varnarmál, málefni norðurslóða og alþjóðlegt viðskiptaumhverfi voru meðal helstu umræðuefna á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sem fram fór í Berlín fyrr í dag. Á fundinum ræddu ráðherrarnir fyrirhugaðan utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Washington 4. apríl í tilefni af 70 ára afmæli bandalagsins. Enn fremur greindi Guðlaugur Þór frá undirbúningi fyrir formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu sem hefst í maí, en Þýskaland er áheyrnaraðili að ráðinu og hafa þarlendir ráðamenn sýnt málefnum norðurslóða athygli í auknum mæli. Samskiptin til austurs og vesturs voru jafnframt til umfjöllunar auk þess sem alþjóðleg viðskipti og málefni Heimsviðskiptastofnunarinnar voru fyrirferðamikil á fundinum. Evrópumálin og Brexit voru rædd og þá fór Guðlaugur Þór yfir stöðu og mikilvægi EES samningsins. Málefni Sameinuðu þjóðanna voru sömuleiðis til umræðu, en Þýskaland tók nýverið sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig kom mannréttindaráðið til umfjöllunar og frumkvæði Íslands í að leiða hóp 36 ríkja, þar með talið Þýskaland, í gagnrýni á stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu. Þá gerði Guðlaugur Þór grein fyrir helstu áherslum Íslands í norrænu samstarfi, sem Ísland er í formennsku fyrir á árinu. „Ísland mætir ávallt hlýhug og áhuga í Þýskalandi og mikilvægt er að rækta tengsl þessara vinaþjóða. Við deilum sömu gildum og sýn á alþjóðavettvangi, meðal annars innan Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna. Þýskaland er enn fremur í þungamiðju allrar þróunar í Evrópu. Tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands standa jafnframt í miklum blóma, meðal annars á sviðum viðskipta, fjárfestinga og ferðamennsku, en einnig í menningarmálum og íþróttastarfi. Það er margt og bjart fram undan í samskiptum ríkjanna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór á vef stjórnarráðsins.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Þýskaland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira