Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 16:18 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Sjá meira