Alex Emma fær að heita Alex Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 16:34 Alex Emma, til hægri, brosandi ásamt fjölskyldu sinni. Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins. Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins.
Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00