Edwards: Sagði við alla að ég ætlaði að taka Gunnar í gólfið Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 17. mars 2019 00:27 Edwards eftir bardagann í kvöld. Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. „Ég vissi alveg að Gunnar kæmi og reyndi að glíma mig niður. Ég sagði við alla í þessari viku að ég ætlaði að taka hann í gólfið,“ sagði Edwards og brosti en hann stóð heldur betur við það. „Gunnar er ekki bara einn besti glímumaðurinn í veltivigtinni heldur í UFC í heild sinni. Það er stórt fyrir mig að standa mig svona vel gegn honum í glímunni þegar fólk vill bara kalla mig boxara.“ Edwards segir að það hefði verið betra ef hann hefði náð að klára Gunnar eins og hann stefndi að en var samt sáttur. „Ég nældi í sigurinn og er búinn að vinna sjö í röð. Mér finnst ég eiga skilið einhvern í topp fimm,“ sagði Edwards en hvernig náði hann Gunnari niður í annarri lotu? „Ég var vel undirbúinn og vissi að þegar Gunnar fer úr „clinchinu“ að þá detta hendurnar á honum niður. Ég vissi að þar var sóknarfæri og ég hitti hann mjög vel með þessum olnboga.“ Edwards hafði engar áhyggjur þegar Gunnar náði yfirburðastöðu undir lok bardagans. „Ég held að það hafi verið svona mínúta eftir. Tækni Gunnars gengur út á að að fara úr þessari stöðu og komast í bak andstæðingsins. Ég mátti því ekki fara úr stöðunni,“ segir Bretinn en landar hans virðast ekki halda mikið upp á hann. Gunnar átti húsið og fáir á bandi Edwards sem þó var á heimavelli. „Ég veit ekki af hverju. Ég held þetta hafi meira snúist um Darren Till og Liverpool í kvöld. Mér er skítsama um þetta.“Klippa: Leon Edwards eftir bardagann gegn Gunnari MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Bretinn Leon Edwards var eðlilega brosmildur er hann hitti Vísi í O2 Arena í kvöld enda var hann að vinna risasigur á Gunnari Nelson. Sjöundi sigurinn hans í röð. „Ég vissi alveg að Gunnar kæmi og reyndi að glíma mig niður. Ég sagði við alla í þessari viku að ég ætlaði að taka hann í gólfið,“ sagði Edwards og brosti en hann stóð heldur betur við það. „Gunnar er ekki bara einn besti glímumaðurinn í veltivigtinni heldur í UFC í heild sinni. Það er stórt fyrir mig að standa mig svona vel gegn honum í glímunni þegar fólk vill bara kalla mig boxara.“ Edwards segir að það hefði verið betra ef hann hefði náð að klára Gunnar eins og hann stefndi að en var samt sáttur. „Ég nældi í sigurinn og er búinn að vinna sjö í röð. Mér finnst ég eiga skilið einhvern í topp fimm,“ sagði Edwards en hvernig náði hann Gunnari niður í annarri lotu? „Ég var vel undirbúinn og vissi að þegar Gunnar fer úr „clinchinu“ að þá detta hendurnar á honum niður. Ég vissi að þar var sóknarfæri og ég hitti hann mjög vel með þessum olnboga.“ Edwards hafði engar áhyggjur þegar Gunnar náði yfirburðastöðu undir lok bardagans. „Ég held að það hafi verið svona mínúta eftir. Tækni Gunnars gengur út á að að fara úr þessari stöðu og komast í bak andstæðingsins. Ég mátti því ekki fara úr stöðunni,“ segir Bretinn en landar hans virðast ekki halda mikið upp á hann. Gunnar átti húsið og fáir á bandi Edwards sem þó var á heimavelli. „Ég veit ekki af hverju. Ég held þetta hafi meira snúist um Darren Till og Liverpool í kvöld. Mér er skítsama um þetta.“Klippa: Leon Edwards eftir bardagann gegn Gunnari
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01
Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00
Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55
Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54
Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57