Eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi Icelandair hótelsins í Ármúla á sjötta tímanum í morgun að því er mbl.is greinir frá.
Enginn var í þvottahúsinu þegar eldurinn kom upp en þurrkarinn er gjörónýtur og reykræsta þurfti þvottahúsið.
Slökkvistarf tók um það bil klukkustund.
Eldur kom upp í þvottahúsi Icelandair hótela
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
