Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 10:45 Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Vísir/vilhelm Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Þetta kemur fram í The Washington Post sem vísar í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins en Viljinn skrifaði um þetta fyrstur innlendra miðla. Tarrant sendi forsætisráðherra Nýja-Sjálands téða stefnuyfirlýsingu í tölvupósti skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Tarrant ferðaðist víða um heim undanfarin ár en hann segir sjálfur í stefnuyfirlýsingu sinni að Evrópuferðalagið árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Þau reyna að hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011. Hann segist hafa fylgst náið með forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og hafa orðið reiður yfir innflytjendastefnu Frakka.Fjölskylda hryðjuverkamannsins er í áfalli.Vísir/APFjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir að heimshornaflakkið hefði breytt honum. Tarrant hefði ekki verið sami maður þegar hann kom til baka og hún þekki áður. Fitzgerald segist vera í algjöru áfalli yfir því að einhver í fjölskyldunni hennar hefði getað framið slíkt illvirki. Þetta sé einfaldlega of mikið til að hún geti meðtekið þetta. Amma Tarrants segir að fráfall föður hans hefði fengið mjög á hann en faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Fjölskylda Tarrants hafði ekki hugmynd um hann hefði þessar myrku fyrirætlanir og segir fjölskylduna alla vera í miklu áfalli. Systir og móðir Tarrants dveljast nú í húsnæði undir lögregluvernd. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. Þetta kemur fram í The Washington Post sem vísar í stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins en Viljinn skrifaði um þetta fyrstur innlendra miðla. Tarrant sendi forsætisráðherra Nýja-Sjálands téða stefnuyfirlýsingu í tölvupósti skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Tarrant myrti fimmtíu manns og særði aðra fimmtíu sem sóttu bænastarf í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi á föstudag. Hann var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og var ákærður fyrir morðin. Tarrant ferðaðist víða um heim undanfarin ár en hann segir sjálfur í stefnuyfirlýsingu sinni að Evrópuferðalagið árið 2017 hefði haft djúpstæð áhrif á hann. Lögregluyfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að kortleggja ferðir Tarrants. Þau reyna að hafa uppi á fólki sem hann gæti hafa hitt á ferðalögum sínum. Hann ferðaðist víða um heim í aðdraganda hryðjuverkanna og meðal annars til landa á borð við Norður-Kóreu, Tyrkland, Pakistan, Norðurlandanna og landa í Vestur-Evrópu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er 74 blaðsíðna skjal sem einkennist af hatursorðræðu í garð innflytjenda og múslima, lýsir hann meðal annars yfir aðdáun sinni á Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamanninum sem tók 77 manns af lífi í Útey og Osló árið 2011. Hann segist hafa fylgst náið með forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og hafa orðið reiður yfir innflytjendastefnu Frakka.Fjölskylda hryðjuverkamannsins er í áfalli.Vísir/APFjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir að heimshornaflakkið hefði breytt honum. Tarrant hefði ekki verið sami maður þegar hann kom til baka og hún þekki áður. Fitzgerald segist vera í algjöru áfalli yfir því að einhver í fjölskyldunni hennar hefði getað framið slíkt illvirki. Þetta sé einfaldlega of mikið til að hún geti meðtekið þetta. Amma Tarrants segir að fráfall föður hans hefði fengið mjög á hann en faðir hans lést úr krabbameini árið 2010. Fjölskylda Tarrants hafði ekki hugmynd um hann hefði þessar myrku fyrirætlanir og segir fjölskylduna alla vera í miklu áfalli. Systir og móðir Tarrants dveljast nú í húsnæði undir lögregluvernd.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. 15. mars 2019 23:45