Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra. Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra.
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira