Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 19:30 Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra. Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum. Dæmi um slíkt er maður sem léttist um 90 kíló. Sigurður Haukdal var rúmlega 180 kíló. Á einu ári léttist hann um helming sinnar fyrri þyngdar og vegur hann nú um 90 kíló. Hann fór í aðgerð þar sem góðkynja æxli var fjarlægt. „Það var tekið úr mér hálft bris og hálft milta,“ segir Sigurður.Fólk sem fær næringardrykki niðurgreidda þarf einungis að borga 10% af verði þeirra. Sjúkratryggingar Íslands borga 90%.Vísir/BaldurSigurður var um þrjá mánuði á sjúkrahúsi. Hann glímir einnig við sykursýki og má ekki borða hvað sem er. Á sjúkrahúsinu kynntist Sigurður sérstökum næringardrykkjum sem hann hefur sóst eftir að fá niðurgreidda. Næringarfræðingur á Landspítalanum sótti um fyrir Sigurð en honum var synjað um niðurgreiðslu næringardrykkja.Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/BaldurSynjun vegna ónógs þyngdartaps „Fólk fær reglulega synjun af því að það hefur ekki lést nógu mikið,“ segir Áróra Rós Ingadóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum. Áróra hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að viðmiðunarreglur verði rýmkaðar og að tekið verði mið af nýjum alþjóðlegum greiningarviðmiðum fyrir vannæringu. Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna niðurgreiðslu næringardrykkja og sérfæðis undanfarin ár hefur numið um 100 milljónum króna. Sá kostnaður hækkar ef fleiri fá niðurgreiðslu. „Ef við hugsum þetta í stóra samhenginu fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi þá munum við mögulega spara pening því þessir einstaklingar munu líklega leggjast síður inn á spítala,“ segir Áróra.
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira