Stjörnuleikmaður Chicago Bulls vill borga sektina fyrir þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 15:30 Jim Boylen og Zach LaVine. Getty/Andy Lyons Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli. NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli.
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira