Þar sem eldar loga – mikilvægi samvinnu fyrir börn með ADHD Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:45 Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni.Dagsformið Uppeldi og kennsla nemenda með ADHD er svolítið eins og líkingin hér að ofan. Kennarinn getur skipulagt morgundaginn út í eitt en þegar á hólminn kemur fer eftir dagsformi barns og kennara hvernig úr deginum spilast. Mikilvægt er að hafa margar leiðir/aðferðir á takteinum og velja þá sem best hentar hverju sinni. Dagurinn byrjar ekki þegar skólabjallan hringir inn í fyrsta tíma og eflaust ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt gengið á áður en barnið mætir í skólann sem áhrif hefur. Nauðsynlegt er því að koma á jafnvægi áður en hafist er handa og verkefni dagsins leyst. Fyrir foreldra og starfsfólk skólans er mikilvægt að vera vel meðvituð um dagsformið, hvort sem um ræðir heima fyrir eða í skólanum.Samvinna heimilis og skóla Samvinna heimilis og skóla er lykilatriði til að koma megi í veg fyrir óæskilegar uppákomur og stuðla jafnframt að betri líðan barnsins. Stutt samtal eða textaskilaboð gefa kennara eða foreldrum einhvern fyrirvara á því von er á. Um leið er hægt að setja sig í réttar stellingar áður en barnið mætir í skólann eða kemur heim í uppnámi eftir erfiðan skóladag. Fyrir börn með ADHD tekur einfaldlega tíma að læra að stilla sig af. Með góðri samvinnu heimilis og skóla fæst kjörið tækifæri til að leiðbeina barninu, koma í veg fyrir atvik sem valda barninu vanlíðan og bæta samskipti hvort sem er í skóla eða heima. Það þarf að hjálpa börnunum að finna útrás fyrir gremjuna, orkuna eða hvað svo sem kom þeim í uppnám. Rólegt spjall er sjaldnast nægjanlegt, börn með ADHD hafa iðulega mikla umfram orku og þurfa hreyfingu til að losa um hana. Hreyfing fyrir spjall er áhrifarík leið til að hjálpa þeim að meðtaka skilaboðin og vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Langir fyrirlestrar yfir barni á meðan það er í uppnámi eru orku og tímasóun fyrir alla aðila. Þetta þýðir þó ekki að samtalið eigi sér ekki stað heldur að það skilar meiri árangri þegar barnið er búið að tappa af og ná jafnvægi.Breyttu því sem þú getur Okkur hættir til að ræða of marga þætti í einu. Til að ná árangri með ADHD barni er mikilvægt að vinna markvist með afmarkaða þætti. Gefa þarf sér tíma til að fylgja ákveðnum hlutum eftir áður en við snúum okkur að næsta verkefni. Hhvort sem um ræðir foreldri eða kennarar er mjög mikilvægt að fyrirmælum sé fylgt eftir. Ávallt verður að hafa í huga að -lengri tíma tekur fyrir barn með ADHD að búa til venju eða rútínu. Til þess að barnið nái að temja sér nýtt atferli er oft besta leiðin að tengja það við aðrar venjur eða rútínur sem barnið kann fyrir. Fyrir utan heimanámið er eitt algengasta þrætuefni á heimilum tiltekt í herbergi barnsins. Við sendum barnið inn í herbergi með þau fyrirmæli að taka til og iðulega kemur það margar ferðir fram og segist vera búið. Barnið er síðan sent aftur og aftur í herbergi því verkefninu er fjarri lokið og vantar jafnvel mikið uppá. Gott ráð er að aðstoða barnið við tiltekt þangað til bæði barnið og þið eruð sátt með útkomuna og taka loks mynd af herberginu. Næst þegar barnið á að taka til fær það myndina afhenta og fyrirmæli um að herbergið eigi að líta svona út að tiltekt lokinni. Með þessu má auðveldlega koma í veg fyrir pirring og misskilning. Skýrar merkingar á dótakössum og að skipta verkefninu niður í mörg smærri verkefni hjálpar.Aðstoð við skipulagningu Börn með ADHD eiga erfitt með að skipuleggja hlutina, sjá daginn fyrir sér og hugsa fram í tímann. Sjónrænar áminningar s.s. myndir, tékklistar o.fl. eru mikilvæg hjálpartæki, sem geta dregið úr óöryggi barnsins, eflt sjálfstæði þess og trú á sjálft sig. Um leið getur þetta komið í veg fyrir endalaust tuð um um framvindu mála. Til að efla sjálfstraust og aðstoða börn við að koma auga á hversu frábær þau eru, er tilvalið að hjálpa þeim að tileinka sér einfaldar aðferðir, eina í einu, sem nýtast munu í framtíðinni. Munum bara að við erum ekki öll steypt í sama mótið, ef ein lausn virkar ekki þá er um að gera að prófa aðra.Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni.Dagsformið Uppeldi og kennsla nemenda með ADHD er svolítið eins og líkingin hér að ofan. Kennarinn getur skipulagt morgundaginn út í eitt en þegar á hólminn kemur fer eftir dagsformi barns og kennara hvernig úr deginum spilast. Mikilvægt er að hafa margar leiðir/aðferðir á takteinum og velja þá sem best hentar hverju sinni. Dagurinn byrjar ekki þegar skólabjallan hringir inn í fyrsta tíma og eflaust ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt gengið á áður en barnið mætir í skólann sem áhrif hefur. Nauðsynlegt er því að koma á jafnvægi áður en hafist er handa og verkefni dagsins leyst. Fyrir foreldra og starfsfólk skólans er mikilvægt að vera vel meðvituð um dagsformið, hvort sem um ræðir heima fyrir eða í skólanum.Samvinna heimilis og skóla Samvinna heimilis og skóla er lykilatriði til að koma megi í veg fyrir óæskilegar uppákomur og stuðla jafnframt að betri líðan barnsins. Stutt samtal eða textaskilaboð gefa kennara eða foreldrum einhvern fyrirvara á því von er á. Um leið er hægt að setja sig í réttar stellingar áður en barnið mætir í skólann eða kemur heim í uppnámi eftir erfiðan skóladag. Fyrir börn með ADHD tekur einfaldlega tíma að læra að stilla sig af. Með góðri samvinnu heimilis og skóla fæst kjörið tækifæri til að leiðbeina barninu, koma í veg fyrir atvik sem valda barninu vanlíðan og bæta samskipti hvort sem er í skóla eða heima. Það þarf að hjálpa börnunum að finna útrás fyrir gremjuna, orkuna eða hvað svo sem kom þeim í uppnám. Rólegt spjall er sjaldnast nægjanlegt, börn með ADHD hafa iðulega mikla umfram orku og þurfa hreyfingu til að losa um hana. Hreyfing fyrir spjall er áhrifarík leið til að hjálpa þeim að meðtaka skilaboðin og vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Langir fyrirlestrar yfir barni á meðan það er í uppnámi eru orku og tímasóun fyrir alla aðila. Þetta þýðir þó ekki að samtalið eigi sér ekki stað heldur að það skilar meiri árangri þegar barnið er búið að tappa af og ná jafnvægi.Breyttu því sem þú getur Okkur hættir til að ræða of marga þætti í einu. Til að ná árangri með ADHD barni er mikilvægt að vinna markvist með afmarkaða þætti. Gefa þarf sér tíma til að fylgja ákveðnum hlutum eftir áður en við snúum okkur að næsta verkefni. Hhvort sem um ræðir foreldri eða kennarar er mjög mikilvægt að fyrirmælum sé fylgt eftir. Ávallt verður að hafa í huga að -lengri tíma tekur fyrir barn með ADHD að búa til venju eða rútínu. Til þess að barnið nái að temja sér nýtt atferli er oft besta leiðin að tengja það við aðrar venjur eða rútínur sem barnið kann fyrir. Fyrir utan heimanámið er eitt algengasta þrætuefni á heimilum tiltekt í herbergi barnsins. Við sendum barnið inn í herbergi með þau fyrirmæli að taka til og iðulega kemur það margar ferðir fram og segist vera búið. Barnið er síðan sent aftur og aftur í herbergi því verkefninu er fjarri lokið og vantar jafnvel mikið uppá. Gott ráð er að aðstoða barnið við tiltekt þangað til bæði barnið og þið eruð sátt með útkomuna og taka loks mynd af herberginu. Næst þegar barnið á að taka til fær það myndina afhenta og fyrirmæli um að herbergið eigi að líta svona út að tiltekt lokinni. Með þessu má auðveldlega koma í veg fyrir pirring og misskilning. Skýrar merkingar á dótakössum og að skipta verkefninu niður í mörg smærri verkefni hjálpar.Aðstoð við skipulagningu Börn með ADHD eiga erfitt með að skipuleggja hlutina, sjá daginn fyrir sér og hugsa fram í tímann. Sjónrænar áminningar s.s. myndir, tékklistar o.fl. eru mikilvæg hjálpartæki, sem geta dregið úr óöryggi barnsins, eflt sjálfstæði þess og trú á sjálft sig. Um leið getur þetta komið í veg fyrir endalaust tuð um um framvindu mála. Til að efla sjálfstraust og aðstoða börn við að koma auga á hversu frábær þau eru, er tilvalið að hjálpa þeim að tileinka sér einfaldar aðferðir, eina í einu, sem nýtast munu í framtíðinni. Munum bara að við erum ekki öll steypt í sama mótið, ef ein lausn virkar ekki þá er um að gera að prófa aðra.Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmaður ADHD samtakanna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun