Tóku niður tjaldið og yfirgáfu Austurvöll af öryggisástæðum Ari Brynjólfsson skrifar 19. mars 2019 07:45 Hælisleitendurnir lentu í átökum við lögreglu þegar þeir reyndu að tjalda í byrjun síðustu viku. Þeir fengu leyfi fyrir tjaldinu hjá borgaryfirvöldum en það var afturkallað. Tjaldið var fjarlægt í gærkvöldi. Fréttablaðið/Stefán Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Búið er að taka niður tjaldið á Austurvelli. Hælisleitendurnir sem héldu þar til í rúma viku eru farnir. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá No Borders-samtökunum segir í samtali við Fréttablaðið að ástæðan sé heilsuleysi hælisleitendanna, bæði andlegt og líkamlegt, og mikil útlendingaandúð sem þau hafi orðið vör við undanfarna viku. „Það voru nokkrir byrjaðir að veikjast þannig að okkur leist ekkert á blikuna þó að þeir sjálfir vildu vera áfram. En svo var búið að vera mikið af fólki með útlendingaandúð á Austurvelli, sérstaklega í gær,“ segir Elínborg Harpa. „Þetta er ekki bara á samfélagsmiðlum, það er lifandi fólk á Austurvelli sem kemur og er með dólg. Á hverjum degi.“ Sem dæmi nefnir hún að hælisleitandi hafi verið kýldur í síðustu viku, fólk hafi tekið þá upp á myndband, brotið flöskur fyrir utan tjaldið og ögrað þeim með niðrandi ummælum um íslam. Hælisleitendurnir hugðust ekki fjarlægja tjaldið fyrr en stjórnvöld höfðu mætt kröfum þeirra. Ekki fleiri brottvísanir, Dyflinnarreglugerðinni verði ekki beitt, þeir fái rétt til að vinna, aðgang að heilbrigðisþjónustu og að Ásbrú verði lokað. „Ég vil bara fá að búa hérna í friði alveg eins og þið. Það er búið að vera stríð í heimalandinu mínu í þrjátíu ár, ég vil fara þangað aftur en það er ekki hægt eins og er, á meðan vil ég fá að búa hér. Þar sem er friður,“ segir Ali, hælisleitandi á þrítugsaldri frá Afganistan. „Ég vil komast frá Ásbrú. Við erum algjörlega einangraðir þar, við gerum ekki neitt nema bíða,“ segir Þeir vilja fá húsnæði nær Reykjavík til að geta átt í samskiptum við aðra. Vikupeningar upp á rúmar átta þúsund krónur dugi skammt þar sem farið til Reykjavíkur kosti helminginn af því. Nokkur ótti er meðal þeirra um ð vera vísað úr landi ef þeir koma fram í fjölmiðlum. Tveir mótmælendanna hafi fengið neikvæðan úrskurð hjá kærunefnd útlendingamála og tveir handteknir. Elínborg segir að þau muni halda baráttunni áfram. „Við erum ekki hætt. Við erum að skipuleggja fleiri aðgerðir næstu daga. Við sættum okkur heldur ekki við að saklausir menn sitji í fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04 Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44 Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 „Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. 18. mars 2019 23:04
Köld nótt að baki hjá mótmælendum sem gistu á Austurvelli Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti hjá No Borders Iceland segir að nóttin hafi verið köld en mótmælendur vinna nú að því að sækja um leyfi fyrir uppsetningu á tjöldum á Austurvelli. 13. mars 2019 10:44
Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. 16. mars 2019 14:37
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55
„Dettur helst í hug að öllum sé sama um okkur“ Mótmælendur sem mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld setjast meðþeim að samningaborðinu. 16. mars 2019 20:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent