Hörpuhótelið meðal 1700 nýrra Marriott-hótela Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2019 11:30 Hótelið rís nú við hlið Hörpu. Vonir stóðu til að hægt yrði að opna það í ár. Vísir/Vilhelm Hótelkeðjan Marriott, sem t.a.m. hefur í hyggju að reka fimm stjörnu hótel við Hörpu, tilkynnti í gær að hún ætli sér að opna rúmlega 1700 ný hótel á næstu þremur árum. Keðjan áætlar að hafa fjölgað herbergjum um 275 til 295 þúsund árið 2021, sem gæti skilað sér í 400 milljóna dala tekjuaukningu. Á gengi dagsins gera það um 46,5 milljarður króna. Framkvæmdastjóri Marriott, Arne Sorenson, segir í samtali við miðla vestanhafs að þessi fjölgun sé í takti við stefnu sem keðjan setti sér árið 2015. Í því samhengi nefnir Sorenseon að herbergjum Marriott hafi fjölgað um 245 þúsund á árunum 2017-2019. Ætlunin sé að reisa og kaupa dýrari hótel, ekki síst miðsvæðis í stórborgum. Keðjan ætli sér þannig ekki aðeins að fjölga herbergjum heldur jafnframt auka gæði þeirra - og um leið vörumerkja sinna. Marriott sér þannig fyrir sér að losa sig við hótel sem ekki þykja standa undir auknum gæðakröfum keðjunnar.Sjá einnig: Hótelið er orðið verðmætara en áður var taliðMarriott hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu misserum. Keðjunni tókst t.a.m. ekki að standa undir væntingum fjárfesta á síðasta fjórðungi heldur gerir Marriott jafnframt ráð fyrir því að tekjur félagsins muni dragast saman á næsta rekstrarári. Þar spilar minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum, stærsta markaðssvæði keðjunnar, lykilhlutverk. Þar að auki komst Marriott í hann krappann í fyrra þegar greint var frá því að tölvuþrjótar hefðu nálgast persónuupplýsingar næstum 500 milljóna viðskiptavina keðjunnar. Þá hafa fjárfestar gagnrýnt þann fjölda vörumerkja sem Marriott reiðir sig á í rekstri sínum. Þau eru á fjórða tug talsins, t.a.m. verður hótelið sem mun rísa við Austurhöfn 2 rekið undir merkjum Mariott Edition. Bandaríska fasteignaþróunarfélagið Carpenter & Company muni þannig eiga hótelið við Hörpu en stýrt af Marriott næstu 30 árin. „Hótelið greiðir okkur ekki fasta leigu heldur fær Marriott Edition hlutfall af tekjum og hagnaði af rekstrinum. Þetta er því ekki leigusamningur,“ eins og Richard L. Friedman, forstjóri og aðaleigandi sjóðsins, lýsti í samtali við Fréttablaðið í fyrravor.Þar drap hann jafnframt á gæðum hótelsins, sem segja má að sé í anda þeirrar stefnu Marriott sem lýst er hér að framan. „Við munum reka dýrasta hótel borgarinnar og viðskiptavinir fá mest fyrir peninginn.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 500 milljónir gestir Marriott-hótela fórnarlömb tölvuárásar Persónulegar upplýsingar um 500 milljónum gesta hótela Marriott International eru sagðar hafa komist í hendur tölvuþrjóta eftir árás þeirra á fyrirtækið. 30. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Hótelkeðjan Marriott, sem t.a.m. hefur í hyggju að reka fimm stjörnu hótel við Hörpu, tilkynnti í gær að hún ætli sér að opna rúmlega 1700 ný hótel á næstu þremur árum. Keðjan áætlar að hafa fjölgað herbergjum um 275 til 295 þúsund árið 2021, sem gæti skilað sér í 400 milljóna dala tekjuaukningu. Á gengi dagsins gera það um 46,5 milljarður króna. Framkvæmdastjóri Marriott, Arne Sorenson, segir í samtali við miðla vestanhafs að þessi fjölgun sé í takti við stefnu sem keðjan setti sér árið 2015. Í því samhengi nefnir Sorenseon að herbergjum Marriott hafi fjölgað um 245 þúsund á árunum 2017-2019. Ætlunin sé að reisa og kaupa dýrari hótel, ekki síst miðsvæðis í stórborgum. Keðjan ætli sér þannig ekki aðeins að fjölga herbergjum heldur jafnframt auka gæði þeirra - og um leið vörumerkja sinna. Marriott sér þannig fyrir sér að losa sig við hótel sem ekki þykja standa undir auknum gæðakröfum keðjunnar.Sjá einnig: Hótelið er orðið verðmætara en áður var taliðMarriott hefur þó átt undir högg að sækja á síðustu misserum. Keðjunni tókst t.a.m. ekki að standa undir væntingum fjárfesta á síðasta fjórðungi heldur gerir Marriott jafnframt ráð fyrir því að tekjur félagsins muni dragast saman á næsta rekstrarári. Þar spilar minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum, stærsta markaðssvæði keðjunnar, lykilhlutverk. Þar að auki komst Marriott í hann krappann í fyrra þegar greint var frá því að tölvuþrjótar hefðu nálgast persónuupplýsingar næstum 500 milljóna viðskiptavina keðjunnar. Þá hafa fjárfestar gagnrýnt þann fjölda vörumerkja sem Marriott reiðir sig á í rekstri sínum. Þau eru á fjórða tug talsins, t.a.m. verður hótelið sem mun rísa við Austurhöfn 2 rekið undir merkjum Mariott Edition. Bandaríska fasteignaþróunarfélagið Carpenter & Company muni þannig eiga hótelið við Hörpu en stýrt af Marriott næstu 30 árin. „Hótelið greiðir okkur ekki fasta leigu heldur fær Marriott Edition hlutfall af tekjum og hagnaði af rekstrinum. Þetta er því ekki leigusamningur,“ eins og Richard L. Friedman, forstjóri og aðaleigandi sjóðsins, lýsti í samtali við Fréttablaðið í fyrravor.Þar drap hann jafnframt á gæðum hótelsins, sem segja má að sé í anda þeirrar stefnu Marriott sem lýst er hér að framan. „Við munum reka dýrasta hótel borgarinnar og viðskiptavinir fá mest fyrir peninginn.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 500 milljónir gestir Marriott-hótela fórnarlömb tölvuárásar Persónulegar upplýsingar um 500 milljónum gesta hótela Marriott International eru sagðar hafa komist í hendur tölvuþrjóta eftir árás þeirra á fyrirtækið. 30. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
500 milljónir gestir Marriott-hótela fórnarlömb tölvuárásar Persónulegar upplýsingar um 500 milljónum gesta hótela Marriott International eru sagðar hafa komist í hendur tölvuþrjóta eftir árás þeirra á fyrirtækið. 30. nóvember 2018 13:22