Lög um samþykki – er það nóg? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því. Að frumkvæði Viðreisnar var á síðasta ári gerð mikilvæg breyting á skilgreiningu nauðgunar í hegningarlögum og tekin upp svokölluð samþykkisregla. Í henni felst í stuttu máli að hver sá sem hefur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis gerist sekur um nauðgun og að samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja, en ekki ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Með þessari breytingu gefur löggjafinn út refsipólitíska yfirlýsingu sem er skýr og afdráttarlaus og er ætlað að takast á við samfélagslegt mein sem felst í kynferðislegu ofbeldi. Samþykki og frjáls vilji eru grundvallaratriði og gefin er skýr yfirlýsing um leiðarstef í samskiptum kynjanna þegar kynferðislegt samneyti er annars vegar sem er kynfrelsi og sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins. Nauðsynlegt er að koma efni hennar til skila út í samfélagið, þar með talið réttarvörslukerfið sjálft, þannig að reglan verði virkjuð með réttum hætti og skili sér inn í rannsóknir mála frá upphafi til enda og loks til dómstólanna sem dæma. Viðreisn hefur lagt fram tillögu um þingsályktun um fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum og verja til þess nauðsynlegum fjármunum. Þunginn verði lagður í gerð fræðsluefnis og miðlunar þess. Sjónum verði beint að öllum skólastigum sem og öllum stofnunum réttarvörslukerfisins. Þá verði sérstök áhersla lögð á að styrkja frjáls félagasamtök, fjölmiðla og stofnanir til miðlunar fræðslu og sérstakra herferða. Fjárútlát á þessu sviði eru smámunir miðað við þann ávinning sem er í húfi, samfélagslegan sem fjárhagslegan, til lengri tíma. Að bæta lögin er nefnilega ekki nóg, það þarf að upplýsa fólk og fræða og það skilar sér í færri nauðgunum. Sá árangur er hverrar krónu virði.Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun