Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:00 Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Getty/Asahi Shimbun Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04