Alls ekki sama hvernig við þvoum hárið á okkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2019 19:30 Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga. Reykjanesbær Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Það er alls ekki saman hvernig við þvoum hárið á okkur og margt sem þarf að hafa í huga við slíkan þvott, ekki síst að velja rétt sjampó sem fær hárið til að freyða vel. Þá er mikilvægt að unglingar tvísápi hárið sitt. Þemadagar hafa staðið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem nemendum skólans gafst kostur á að sækja fjölbreytt námskeið og fyrirlestra. Á hársnyrtibraut skólans fengu nemendur t.d. kennslu í því hvernig eigi að þvo hárið rétt, auk þess sem þau greiddu hvort öðru. En hvað þarf fyrst og fremst að hafa í huga við hárþvott? „Það er fyrst og fremst að velja rétt sjampó, nú ætla ég að velja sjampó sem heitir Heal og er gott ef það er einhver þurrkur í hársverði. Það er mjög mikilvægt að fá hárið til að freyða vel og svo eru ákveðnar nuddbrautir sem við förum eftir til að tryggja það að við þvoum allan hársvörðinn“, segir Ásdís Björk Pálmadóttir hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut skólans. „Það er líka mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir unglinga að tvísápa hárið, sem sagt að tvo það tvisvar sinnum með sjampói til að tryggja það að það sé búið að ná húðfitu og óhreinindum úr hársverðinum“, bætir Ásdís Björk við. Hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja var með skemmtilega kynningu á þemadögum skólans um hárþvott og fleira sem tengist hári.Magnús HlynurÁsdís segist halda að flestir þvoi hárið á sér rétt en það megi þó alltaf gera betur í þeim efnum, unga fólkið megi t.d. vanda sig betur. „Með því að tvísápa það til dæmis og nota góða hárnæringu, næra hárið vel“. Aðeins fjórir nemendur eru á hárgreiðslubraut skólans, þeim hefur fækkað töluvert síðustu ár. Ástæðan er sú að nemendum gengur illa að komast á samning.En hvað með þá sem eru að glíma við flösu eins og fréttamaður, hvað gera bændur í þeirri stöðu? „Já, þá er svolítið mikilvægt að nota sjampó sem hreinsar vel upp hársvörðinn og hjálpar til við að losna við flösuna. Ég er einmitt að nota það sjampó í þig núna en þetta er nú ekki mikil flasa Magnús“, segir Ásdís Björk. Ásdís Björk, hárgreiðslumeistari og kennari á hárgreiðslubraut Fjölbrautaskóla Suðurlands sá um að fræða fréttamann um reglurnar um góðan þvott á hári og hvað ber helst að hafa þar í huga.
Reykjanesbær Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira