Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 08:50 Forsetinn faðmaði bandaríska fánann þegar hann gekk inn á sviðið á CPAC-ráðstefnunni. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira