Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 08:50 Forsetinn faðmaði bandaríska fánann þegar hann gekk inn á sviðið á CPAC-ráðstefnunni. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent