Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 07:41 Flóðbylgjan er komin aftur. mynd/ttHirano Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, snýr aftur í búrið eftir tæpa tvo mánuði og berst á bardagakvöldi Invicta í Kansas City í Bandaríkjunum en hún hefur verið fjarverandi vegna þrálátra handarmeiðsla í 20 mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Sunna „Tsunami“, eins og hún er kölluð, hefur barist þrisvar sinnum sem atvinnumaður innan vébanda Invicta sem er stærsta kvennabardagaíþróttasambandið og unnið í öll skiptin. Keppnin 3. maí sem ber hetið Phoenix Rising er með öðru sniði en kvöldið er unnið í samstarfi við UFC. Sunna mun koma fram ásamt átta öðrum konum sem keppa í strávigt eins og hún en um útsláttarkeppni er að ræða.Sunna er ekkert lamb að leika sér við í búrinu.mynd/Joe WitkowskiGæti barist þrisvar Allir bardaganir fara fram sama kvöld og að lokum stendur uppi einn sigurvegari en til þess að bera sigur úr býtum á þessu bardagakvöldi þarf Sunna að vinna þrjá bardaga sama kvöldið. Sunna ræðst ekki á garðinn þar sme að hún er lægstur en ásamt henni mæta á kvöldið Janaisa Morand, sem barðist um strávigtartitilinn fyrir ekki svo löngu síðan, en einnig mæta á kvöldið þrjár stúlkur sem berjast innan UFC. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ segir Sunna Rannveig.Sunna er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarezGert þetta áður „Keppnisfyrirkomulagið er aðeins öðruvísi en við höfum fengið að venjast en ég hef að vissu leiti gert þetta áður með góðum árangi á Evrópumótunum tveimur sem ég sigraði árið 2015 þar sem ég þurfti að berjast marga bardaga með stuttu millibili.“ Sunna er búin að vera meidd á hendi frá því að hún lagði Mallory Martin í öðrum atvinnumannabrdaga sínum í mars fyrir tveimur árum en meidd hélt hún aftur í búrið og valtaði yfir Kelly D´Angelo í júlí á síðasta ári. Þar fór hún svo alveg í höndinni. „Þetta var eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak í marga mánuði. Oft var mér farið a ðlíða eins og þetta væri alveg að smella en svo kom bakslag. Það var ekki fyrr en seinasta haust, rúmu ári eftir að ég barðist seinast sem ég fór að finna raunverulegan mun og finna að ég væri í alvörunni á batavegi en ekki bara föst á sama stað,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.Are you READY!? For the first time in Invicta history, we are launching a one-night, eight-woman tournament this May 3rd streaming live and exclusively on @UFCFightPass! #PhoenixRising pic.twitter.com/j5lGPWxQMg— Invicta FC (@InvictaFights) March 3, 2019 MMA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, snýr aftur í búrið eftir tæpa tvo mánuði og berst á bardagakvöldi Invicta í Kansas City í Bandaríkjunum en hún hefur verið fjarverandi vegna þrálátra handarmeiðsla í 20 mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Sunna „Tsunami“, eins og hún er kölluð, hefur barist þrisvar sinnum sem atvinnumaður innan vébanda Invicta sem er stærsta kvennabardagaíþróttasambandið og unnið í öll skiptin. Keppnin 3. maí sem ber hetið Phoenix Rising er með öðru sniði en kvöldið er unnið í samstarfi við UFC. Sunna mun koma fram ásamt átta öðrum konum sem keppa í strávigt eins og hún en um útsláttarkeppni er að ræða.Sunna er ekkert lamb að leika sér við í búrinu.mynd/Joe WitkowskiGæti barist þrisvar Allir bardaganir fara fram sama kvöld og að lokum stendur uppi einn sigurvegari en til þess að bera sigur úr býtum á þessu bardagakvöldi þarf Sunna að vinna þrjá bardaga sama kvöldið. Sunna ræðst ekki á garðinn þar sme að hún er lægstur en ásamt henni mæta á kvöldið Janaisa Morand, sem barðist um strávigtartitilinn fyrir ekki svo löngu síðan, en einnig mæta á kvöldið þrjár stúlkur sem berjast innan UFC. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ segir Sunna Rannveig.Sunna er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarezGert þetta áður „Keppnisfyrirkomulagið er aðeins öðruvísi en við höfum fengið að venjast en ég hef að vissu leiti gert þetta áður með góðum árangi á Evrópumótunum tveimur sem ég sigraði árið 2015 þar sem ég þurfti að berjast marga bardaga með stuttu millibili.“ Sunna er búin að vera meidd á hendi frá því að hún lagði Mallory Martin í öðrum atvinnumannabrdaga sínum í mars fyrir tveimur árum en meidd hélt hún aftur í búrið og valtaði yfir Kelly D´Angelo í júlí á síðasta ári. Þar fór hún svo alveg í höndinni. „Þetta var eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak í marga mánuði. Oft var mér farið a ðlíða eins og þetta væri alveg að smella en svo kom bakslag. Það var ekki fyrr en seinasta haust, rúmu ári eftir að ég barðist seinast sem ég fór að finna raunverulegan mun og finna að ég væri í alvörunni á batavegi en ekki bara föst á sama stað,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.Are you READY!? For the first time in Invicta history, we are launching a one-night, eight-woman tournament this May 3rd streaming live and exclusively on @UFCFightPass! #PhoenixRising pic.twitter.com/j5lGPWxQMg— Invicta FC (@InvictaFights) March 3, 2019
MMA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira