Solskjær vill upplifa Tórínó 1999 í París á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 09:00 Ole Gunnar Solskjær með Andy Cole og Nicky Butt eftir sigurinn fræga í Tórínó 1999. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, er aðeins búinn að tapa einum leik af sextán eftir að hann tók við liðinu í desember en það var í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Paris Saint-Germain. Parísarliðið fór illa með United á Old Trafford og vann, 2-0, en seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Prinsavöllum í París á miðvikudagskvöldið. United þarf að töfra fram ævintýralega frammistöðu þar til að komast áfram en liðið verður án Paul Pogba sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum og tekur út bann. Þá eru tæplega tíu leikmenn liðsins meiddir. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa fulla trúa á verkefninu þrátt fyrir að við séum 2-0 undir. Við vitum að þetta verður erfitt. Við spiluðum við þá heima og þeir eru með gott lið auk þess erum við með marga meidda,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir sigurinn á Southampton um helgina. „Við verðum bara að láta reyna á þetta. Þetta er fjall sem við þurfum að klífa en við erum með góða leikmenn. Við skulum bara sjá til hversu margir verða klárir í slaginn en meiðslin eru kannski það stærsta í þessu.“ Ole Gunnar átti stóran þátt í Meistaradeildarsigri United fyrir 20 árum síðan en liðið vann þá ótrúlegan 3-2 sigur á Juventus í Tórínó í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar eftir að lenda snemma 2-0 undir. Hann vill sjá aðra eins frammistöðu á miðvikudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli heima og lentum svo 2-0 undir á fyrstu tíu mínútunum og þá héldu allir að við værum úr leik. En, síðan skorar maður eitt mark á útivelli og allt í einu var staðan orðin 2-2. Þá vorum við komnir áfram og þeir fóru að stressast upp. Við verðum að skora í París en ef við skorum snemma eigum við séns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, er aðeins búinn að tapa einum leik af sextán eftir að hann tók við liðinu í desember en það var í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Paris Saint-Germain. Parísarliðið fór illa með United á Old Trafford og vann, 2-0, en seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Prinsavöllum í París á miðvikudagskvöldið. United þarf að töfra fram ævintýralega frammistöðu þar til að komast áfram en liðið verður án Paul Pogba sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum og tekur út bann. Þá eru tæplega tíu leikmenn liðsins meiddir. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa fulla trúa á verkefninu þrátt fyrir að við séum 2-0 undir. Við vitum að þetta verður erfitt. Við spiluðum við þá heima og þeir eru með gott lið auk þess erum við með marga meidda,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir sigurinn á Southampton um helgina. „Við verðum bara að láta reyna á þetta. Þetta er fjall sem við þurfum að klífa en við erum með góða leikmenn. Við skulum bara sjá til hversu margir verða klárir í slaginn en meiðslin eru kannski það stærsta í þessu.“ Ole Gunnar átti stóran þátt í Meistaradeildarsigri United fyrir 20 árum síðan en liðið vann þá ótrúlegan 3-2 sigur á Juventus í Tórínó í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar eftir að lenda snemma 2-0 undir. Hann vill sjá aðra eins frammistöðu á miðvikudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli heima og lentum svo 2-0 undir á fyrstu tíu mínútunum og þá héldu allir að við værum úr leik. En, síðan skorar maður eitt mark á útivelli og allt í einu var staðan orðin 2-2. Þá vorum við komnir áfram og þeir fóru að stressast upp. Við verðum að skora í París en ef við skorum snemma eigum við séns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira