Colby er hataður af öllum bardagaköppum UFC sem láta Covington fara í taugarnar sér með fíflalátum sínum.
Usman vann veltivigtarbeltið um nýliðna helgi með stæl er hann keyrði í gegnum Tyron Woodley. Hann vann allar loturnar með yfirburðum og Woodley sá aldrei til sólar.
Á leið sinni úr búrinu vildi Usman strax lemja Colby en yfirmaður öryggismála hjá UFC, Security Steve, las leikinn vel og stöðvaði för Usman til Covington.
Kamaru Usman went straight after Colby Covington #UFC235pic.twitter.com/gLuYvYeKGc
— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2019
Usman hélt ró sinni ágætlega og kom það í hans hlut að halda aftur af hinum umdeilda Abdelaziz. Colby virkaði frekar hræddur og faldi sig líkt og hann gat innan um konur og börn. Ekki í fyrsta sinn sem hann verður hræddur er á reynir.
Þessa uppákomu má sjá hér að neðan.