Sunna: Hlakka til að fá að taka aðeins í þær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2019 19:15 Sunna er orðin mjög spennt fyrir bardagakvöldinu í Kansas City. Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið
MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41