Nýr lúxusjeppi hækkaði hlunnindi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. mars 2019 06:00 Kjör forstjóra Landsvirkjunar komust í hámæli á síðasta ári vegna ríflegrar launahækkunar sem hann hafði hlotið árið áður. Fréttablaðið/Ernir Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnbíll er glæsilegur jeppi.Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunninda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunnlaun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Bifreiðahlunnindi forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlaunakostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóranum bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnlúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar milljónir á móti. Kostnaður Landsvirkjunar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.Audi Q7 e-tron dísil/rafmagnstvinnbíll er glæsilegur jeppi.Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunninda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunnlaun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikningnum að samtala launa og hlunninda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjórans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Landsvirkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira