Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 07:35 Philpott segist hafa misst trú á viðbrögð ríkisstjórnar Trudeau við ásökununum. Vísir/Getty Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi. Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Jane Philpott, einn hæst setti ráðherrann í ríkisstjórn Justins Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hún segist hafa misst trú á hvernig ríkisstjórnin hefur tekið á spillingarrannsókn á verkfræðifyrirtæki. Trudeau hefur verið sakaður um að þrýsta á dómsmálaráðherra sinn um að grípa inn í rannsóknina á fyrirtækinu. Í afsagnarbréfi sem Philpott, sem er forseti svonefnds fjármálaráðs Kanada, ritaði segist hún verða að fylgja grunngildum sínum og siðferðislegum og stjórnarskrárlegum skyldum. Hún hafi þungar áhyggjur af því að vísbendingar séu um að stjórnmálamenn og embættismenn hafi þrýst á fyrrverandi dómsmálaráðherra að beita sér í sakamálarannsókna á SNC-Lavalin. „Það getur kostað sitt að standa við lífsreglur sínar en það kostar enn meira að láta þær lönd og leið,“ skrifaði Philpott sem sagði sér ekki lengur sætt í ríkisstjórninni. Hún ætlar þó áfram að sitja sem þingmaður Frjálslynda flokksins. Trudeau sagði afsögn Philpott vonbrigði en að hann hefði skilning á henni. Vinsældir hans í skoðanakönnunum hafa minnkað vegna hneykslismálsins en kosið verður til þings í október. Philpott er þriðji ráðherrann sem hefur sagt af sér vegna þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. SNC-Lavalin er eitt stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims. Það hefur verið til rannsóknar vegna ásakana um fjársvik og spillingu vegna meintra mútugreiðslna til líbískra embættismanna á árunum 2001 til 2011. Jody Wilson-Raybould sagði af sér sem dómsmálaráðherra í febrúar og sagði þá að hún og starfslið hennar hefði setið undir sífelldum og óviðeigandi tilraunum til að koma SNC-Lavalin undan saksókn. Trudeau og nokkrir helstu ráðgjafar hans hafa verið sakaðir um að hafa staðið að þeim tilraunum. Einn helsti ráðgjafi forsætisráðherrann sagði af sér upp úr miðjum febrúar en neitaði að hafa gert nokkuð óviðeigandi í starfi.
Kanada Tengdar fréttir Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46