Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 12:49 Mótmælendur munduðu borða með kröfum sínum. Vísir/Egill Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Hópur fólks safnaðist saman til mótmæla fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar að Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði í dag. Fólkið mótmælti þar aðstæðum hælisleitenda hér á landi en boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Á síðunni kemur fram að um sé að ræða þriðju mótmælin sem boðað er til á einum mánuði. Flóttamenn hafi krafist þess að íslensk stjórnvöld gangi til fundar við þá en ekki fengið nein viðbrögð. „Á meðan er fólki vísað nauðugu úr landi í hverri viku, okkur er haldið í einangrun þangað til við sökkvum í þunglyndi og örvæntingu sem fær of marga til að fremja sjálfsvíg og sjálfsskaða.“Frá mótmælunum í dag.Vísir/EgillÞá krefjast mótmælendur þess að brottvísunum verði hætt, að flóttamannabúðunum að Ásbrú á Reykjanesi verði lokað og að allir hælisleitendur fái sanngjarna meðferð á umsókn sinni auk atvinnuleyfis og aðgengis að heilbrigðisþjónustu. Mótmælendurnir í dag hrópuðu slagorð á borð við „enginn maður er ólöglegur“ og munduðu mótmælaborða. „Fólk er pirrað, við erum með sjálfsvígshugsanir, hjálpið okkur núna, líf okkar eru í húfi!“ var m.a. ritað á einn þeirra. Þá sýna myndir frá vettvangi að lögregla hélt úti töluverðum viðbúnaði vegna mótmælanna. Greint var frá því um helgina að hælisleitandi sem dvalið hefur að Ásbrú hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun. Þá var sagt frá annarri sjálfsvígstilraun hælisleitanda að Ásbrú á Facebook-síðu Refugees in Iceland í gær en lögreglan á Suðurnesjum vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því.Töluverður fjöldi lögreglumanna vaktaði mótmælin.Vísir/Egill
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Hælisleitendur Tengdar fréttir Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15 Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41 Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. 21. febrúar 2019 06:15
Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. 20. febrúar 2019 12:41
Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. 2. mars 2019 11:56