Ísland hefur frumkvæði að ákúrum gegn Sádum Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 07:53 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu í mannréttindaráði SÞ í Genf í síðasta mánuði. Skjáskot Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Evrópuþjóðir í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna ætla að veita Sádi-Arabíu ákúrur að frumkvæði Íslands á fundi þess á morgun. Í sameiginlegri yfirlýsingu eru ríkin sögð ætla að hvetja Sáda til að sleppa mannréttindasinnum sem þeir hafa í haldi og sýna rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á Jamal Khashoggi samvinnu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Íslands hafi unnið yfirlýsingunni stuðning hjá öðrum Evrópuríkjum og mögulega fleiri löndum. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrra þegar Bandaríkin sögðu skilið við það vegna meintrar hlutdrægni þess gegn Ísrael. „Við trúum því að fulltrúar ráðsins hafi sérstaka skyldu til að leiða með fordæmi og setja mannréttindamál sem eiga athygli okkar allra skilið á dagskrá þess,“ hefur fréttastofan eftir ónefndum íslenskum embættismanni. Sádar hafa handtekið hóp kvennréttindasinna og saksóknarar þar í landi eru sagðir undirbúa réttarhöld yfir þeim. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í mannréttindum segja að Sádar noti lög gegn hryðjuverkum til þess að þagga niður í andófsfólki í landinu og brjóti þannig alþjóðleg lög um tjáningarfrelsi. Yfirlýsingin sem íslensk stjórnvöld eru sögð undirbúa beinist einnig að morðinu á Khashoggi. Sádiarabíski blaðamaðurinn var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Sádar hafa viðurkennt að hann hafi látist á ræðisskrifstofunni og hafa sótt hóp manna til saka vegna morðsins. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Agnes Callamard, sérstakur rannsakandi SÞ, fór til Tyrklands í síðasta mánuði og sagði vísbendingar um að sádiarabískir embættismenn hafi lagt á ráðin um og framið „hrottalegt morð“ á ræðisskrifstofunni.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Utanríkismál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira