Brugðust við kröfu um hóflega launastefnu með hækkun forstjóralauna um 43 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 12:17 Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér. Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30