Nítján ár liðin frá líklega flottustu afmælisframmistöðu NBA-sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2019 17:30 Það réð eiginlega enginn við Shaquille O'Neal á þessum árum. Getty/Stephen Dunn Shaquille O'Neal heldur upp á 47 ára afmælið sitt í dag en fyrir nítján árum síðan hélt hann upp á afmælið sitt með mjög eftirminnilegum hætti. 6. mars 2000 bauð nefnilega 28 ára gamall Shaquille O'Neal upp á svakalegan leik með Los Angeles Lakers liðinu á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers.On This Date: In 2000, Shaq dropped a career-high vs. the Clippers on his 28th birthday pic.twitter.com/nsfmybD2gi — ESPN (@espn) March 6, 2019 Shaquille O'Neal var með 61 stig og 23 fráköst í þessum leik sem Los Angeles Lakers liðið vann með 20 stigum 123-103. O'Neal nýtti 24 af 35 skotum sínum (69 prósent) og setti niður 13 af 22 vítum (59 prósent). Hann spilaði í 45 mínútur og var einnig með 3 stoðsendingar og 7 af 23 fráköstum hans voru í sókn. Næststigahæstur í Los Angeles Lakers liðinu var Kobe Bryant með 22 stig á 29 mínútum. Kobe Bryant átti einmitt stoðsendinguna á Shaq þegar O'Neal fór yfir 60 stigin í fyrsta skiptið á ferlinum. Leikmenn Los Angeles Clippers, sem þá voru með eitt lélegasta lið deildarinnar, réðu ekkert við Shaq í þessum leik. Shaquille O'Neal var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þetta tímabil og varð síðan NBA-meistari í fyrsta sinn seinna um sumarið. O'Neal varð einnig NBA-meistari með Lakers 2001 og 2002 auk þess að vinna titilinn með Miami Heat 2006. Tímabilið 1999-2000, þar sem Shaquille O'Neal var með 29,7 stig og 13,6 fráköst að meðaltali, var aftur á móti eina tímabilið þar sem Shaq var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu framistöðu Shaquille O'Neal fyrir nítján árum síðan. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Shaquille O'Neal heldur upp á 47 ára afmælið sitt í dag en fyrir nítján árum síðan hélt hann upp á afmælið sitt með mjög eftirminnilegum hætti. 6. mars 2000 bauð nefnilega 28 ára gamall Shaquille O'Neal upp á svakalegan leik með Los Angeles Lakers liðinu á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers.On This Date: In 2000, Shaq dropped a career-high vs. the Clippers on his 28th birthday pic.twitter.com/nsfmybD2gi — ESPN (@espn) March 6, 2019 Shaquille O'Neal var með 61 stig og 23 fráköst í þessum leik sem Los Angeles Lakers liðið vann með 20 stigum 123-103. O'Neal nýtti 24 af 35 skotum sínum (69 prósent) og setti niður 13 af 22 vítum (59 prósent). Hann spilaði í 45 mínútur og var einnig með 3 stoðsendingar og 7 af 23 fráköstum hans voru í sókn. Næststigahæstur í Los Angeles Lakers liðinu var Kobe Bryant með 22 stig á 29 mínútum. Kobe Bryant átti einmitt stoðsendinguna á Shaq þegar O'Neal fór yfir 60 stigin í fyrsta skiptið á ferlinum. Leikmenn Los Angeles Clippers, sem þá voru með eitt lélegasta lið deildarinnar, réðu ekkert við Shaq í þessum leik. Shaquille O'Neal var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þetta tímabil og varð síðan NBA-meistari í fyrsta sinn seinna um sumarið. O'Neal varð einnig NBA-meistari með Lakers 2001 og 2002 auk þess að vinna titilinn með Miami Heat 2006. Tímabilið 1999-2000, þar sem Shaquille O'Neal var með 29,7 stig og 13,6 fráköst að meðaltali, var aftur á móti eina tímabilið þar sem Shaq var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu framistöðu Shaquille O'Neal fyrir nítján árum síðan.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira