Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2019 18:03 Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur vonast til að Samtök atvinnulífsins setjist fljótt niður með forsvarsmönnum verkalýðisfélaga hjá Ríkissáttasemjara. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur lauk í gær við aðgerðaráætlun vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða á hótelum og veitingahúsum á Reykjanesi. 200 félagsmenn sem starfa við móttöku, í verslunum, veitingaþjónustu og ræstingum fá tækifæri til að greiða atkvæði um verkfall. „Við getum alveg sagt að þetta eru mjög sambærilegar aðgerðir og Efling og VR hafa kynnt. En við munum kynna okkar félagsmönnum aðgerðaráætlunina fyrst áður en við auglýsum þetta víðar,“ segir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Menn gáfust of fljótt upp í samningaviðræðum Kjaraviðræðum milli Samtaka atvinnulífsins og VR, EFlingar. Verkalýðsfélaga á Akranesi og Grindavík var slitið í febrúar. Hörður segir að menn hafi verið of fljótir að gefast upp. „Ég trúi nú bara ekki öðru en að menn setjist niður og reyni að klára þetta. Mér finnst okkar viðsemjendur ekki hafa komið í viðræðurnar að neinni alvöru. Við fengum t.d. aðeins tvo fundi til að ræða launaliðinn, ég vona að aðgerðirnar nú komi viðræðunum aftur af stað,“ segir Hörður. Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif.Óvissan verst Þuríður H. Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness segir óvissuna sem nú ríki hafa afar neikvæð áhrif. „Fólk heldur að sér höndum. Söluaðilar sem eru að selja okkur og okkar svæði vísa frekar eitthvað annað meðan óvissan er til staðar,“ segir Þuríður. Þá velji ferðamenn öryggi fram yfir óvissu. „Þeir sem eru ennþá að leita og þeir sem eru að hugsa sig um þeir velja eitthvað annað en Ísland, einhverja vissu,“ segir hún.Dómur Félagsdóms klukkan eitt á morgun Félagsdómur kveður á morgun upp dóm í máli Samtaka atvinnulífsins sem kærði atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfall á föstudag. Enn stendur yfir vinnufundur milli Starfsgreinasambandsins og SA hjá Ríkissáttasemjara.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira