Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. mars 2019 20:45 Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko á Blönduósi. Stöð 2/Einar Árnason. Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Húnvetningar eru orðnir kryddkóngar Íslands en Blönduósbúar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirtækið Vilko var upphaflega stofnað í Kópavogi fyrir hálfri öld en flutti á Blönduós árið 1986. Flestir tengja það við súpur en vöffludeig er þó orðin stærsta söluvara fyrirtækisins.Vilko er til húsa í gömlu mjólkurstöðinni á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Færri vita að fyrirtækið er jafnframt einn helsti kryddsali landsins. Kryddframleiðslu var bætt inn fyrir ellefu árum þegar Vilko hóf að selja kryddvörur undir vörumerkinu Príma. „Við erum samkvæmt nýjustu tölum með fjórtán og hálft prósent af öllum kryddmarkaði á Íslandi. Við erum langstærstir,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Vilko.Frá kryddframleiðslulínu Vilko á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.Auk þess að selja krydd í verslanir fyrir neytendamarkað blandar Vilko krydd í stærri umbúðir fyrir mötuneyti og veitingastaði. „Ég held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi,“ segir Kári og kveðst oft fá fyrirspurnir um hvort varan sé innflutt. „Jú, krydd eru innflutt. Það er lítið af kryddum sem eru ræktuð á Íslandi. En þetta er allt, sem sagt, sett í glös hérna á Blönduósi.“Vilko blandar krydd í sérumbúðir fyrir stóreldhús.Stöð 2/Einar Árnason.Í fyrirtækinu unnu fimm manns árið 2010 en núna eru starfsmenn orðnir fjórtán og framkvæmdastjórinn sér fram á að Vilko muni áfram dafna á Blönduósi. „Hérna eru innviðir góðir og fyrirtækin sem sinna okkur eru góð. Þannig að við ætlum okkur að dafna hérna og við ætlum að stækka. Stækkunarplanið er tilbúið. Það þarf bara að ýta á „enter“ og setja í gang,“ segir framkvæmdastjóri Vilko. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Matur Um land allt Viðskipti Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00