LeBron James skrifaði á skóna sína áður en hann komst upp fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:30 LeBron James bauð upo á tungu og allt saman eftir að hann komst upp fyrir Michael Jordan. Getty/Robert Laberge Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu. NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu.
NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira