Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2019 16:43 Jónas Garðarsson fyrrverandi formaður SÍ og Heiðveig María. Ekki sést fyrir enda á deilum þeirra þrátt fyrir Félagsdóm og sáttatilboð stjórnar, sem Heiðveig María segir rýrt í roðinu. „Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður þar sem brottvikningin var dæmd ólögleg,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sjómaður í samtali við Vísi.Vísir greindi fyrr í dag frá tilboði Sjómannafélags Íslands til Heiðveigar Maríu sem þeir höfðu rekið úr félaginu. Tilboðið kom í kjölfar úrskurðar Félagsdóms sem segir brottreksturinn ólögmætan og þriggja ára regla sem hindraði framboð hennar til stjórnar ekki standast neinar reglur. SÍ var dæmt til sektar sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir gerræðisleg vinnubrögð. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð, sem að þessu stóðu, hafa nú boðið Heiðveigu Maríu að hún megi koma aftur og hún megi taka sæti í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum vegna komandi kjarasamninga. Ef marka má viðbrögð Heiðveigar Maríu þá gefur hún litið fyrir þetta sáttatilboð. Og því langt í frá að séð sé fyrir endann á vandræðum félagsins. „Ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir forystu þessa félags með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félag sem er stýrt af umboðslausri stjórn sem hefur misst allan trúverðugleika og virðir að vettugi lýðræðið sem gilda á í verkalýðsfélögum,“ segir Heiðveig María.Engin leið önnur en kjósa aftur Eina sáttin sem Heiðveig sér mögulega er að fram fari nýjar kosningar til stjórnar. Tilboðið breytir engu þar um. „Ef tilboð skyldi kalla,“ segir Heiðveig sem er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð sé umboðslaus og að það sé ekkert brýnna en að boða til kosninga aftur sem allra fyrst og í kjölfarið aðalfund þar sem ný stjórn með skýrt umboð tekur við og þá skipa fólki í samninganefndir og byrja að vinna að undirbúningi kjarasamninga.Heiðveig og lögmaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í Félagsdómi hvar SÍ var dæmt fyrir gerræðisleg vinnubrögð við brottrekstur hennar.visir/vilhelm„Þá er nokkuð ljóst að núverandi listafyrirkomulag getur ekki átt sér stað í þessu félagi þar sem stjórninni er ekki treystandi til þess að setja saman lista né stjórna kosningum.“ Heiðveig segir enn fremur liggja ljóst fyrir að það verði að fá óháðan aðila að borðinu til þess að þessar kosningar geti þá verið framkvæmdar á jafnréttisgrundvelli. „Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi eina sameiginlega samninganefnd sjómanna frá öllum félögum og ég er ekki að sjá það að önnur sjómannafélög leggi blessun sína yfir þessa framkomu og þessi viðbrögð sitjandi stjórnar, hvort sem að ég veiti henni forystu eða einhver annar.“Íhugar að stefna stjórninni aftur vegna kosninganna Heiðveig María segir að hún sé nú að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm, þá til þess að fá kosningarnar sem fram fóru í desember dæmdar ógildar svo og aðalfundinn sjálfan. „Hvort við getum fengið dóminn svo til þess að fara í einhverskonar innsetningu verði fallist á kröfur okkar verður klárlega látið reyna á – en eins og er þá er bæði ég ásamt öðrum félagsmönnum að skoða þetta með sérfræðingum í þessum málum. Þetta mál er bara orðið miklu miklu stærra heldur en hvað mig persónulega varðar. Þetta snýr orðið að öllum félagsmönnum Sjómannafélagsins, öðrum sjómönnum og lýðræðislegum verkalýðsfélögum almennt. Þetta er aðför að lýðræði og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00