Móðir Jóns Þrastar biðlar til Íra Baldur Guðmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Hanna Björk segir að hún ætli ekki frá Írlandi án Jóns. Mynd/Virgin Media „Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar. Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Ekki hræðast það að stíga fram. Þið sem getið gefið okkur vísbendingar, hafið talað við hann eða hitt hann – eða vitið hvar er hann er niður kominn – ekki vera hrædd. Það er aldrei of seint. Írar eru indælt fólk. Ég bið ykkur, sem móðir.“ Þetta eru skilaboð Hönnu Bjarkar Þrastardóttur til Íra, í sjónvarpsviðtali hjá fjölmiðlinum Virgin Media. Þar ræðir hún um hvarf sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, sem ekkert hefur spurst til í tæpan mánuð. Hann var í Dublin á Írlandi þegar hann hvarf. Upptökur á myndbandsupptökuvélum 7. febrúar eru það síðasta sem spurst hefur til hans. Ítarleg leit hefur engan árangur borið. Hanna segir í myndbandinu að hún hafi fengið taugaáfall þegar hún heyrði að hann væri týndur – og hefði varla trúað því. „Það gat ekki verið satt. Þetta var svo ólíkt honum – þetta bara gat ekki verið,“ segir hún um fyrstu viðbrögðin. Hanna segir að þetta sé það erfiðasta sem hún hafi tekist á við í lífi sínu. „Mér dettur ekkert verra í hug en að vita ekki hvar barnið mitt er,“ segir hún. Jón Þröstur var ekki með síma sinn eða vegabréf þegar hann gekk út af hótelinu sem hann dvaldi á með eiginkonu sinni. Í viðtalinu kemur hins vegar fram að hann hafi verið með greiðslukortin og jafnvel seðlabúnt. Hún segist í viðtalinu ekki útiloka að eitthvað slæmt hafi komið fyrir og kveðst ekki ætla frá Írlandi án sonar síns og biðlar til Íra að færa fjölskyldunni vísbendingar.
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30 Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hvarf Jóns Þrastar undarlegt en ekki grunur um glæpsamlegt athæfi Michael Mulligan, yfirlögregluþjónn írsku lögreglunnar, segir írsku lögreglunni hafa borist margar ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar sem sást síðast í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 7. mars 2019 23:30
Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum. 3. mars 2019 12:00