Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 13:08 Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós. Jafnréttismál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós.
Jafnréttismál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira