Edda æfir á Mallorca með jákvæðni að leiðarljósi: „Brekkur eru frábærar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 16:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Eddu Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er nú stödd í æfingabúðum á Mallorca á Spáni og eins og áður þá leyfir hún aðdáendum sínum að fylgjast með á Fésbókinni. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020. Ísland hefur aldrei átt þríþrautarkonu á Ólympíuleikum. Edda segir frá erfiðri hlaupaæfingu í nýjasta pistil sínum en hún hefur lagt mikla áherslu á andlega hlutann í æfingum sínum. Gott dæmi um það er hvernig hún tókst á við mjög krefjandi hluta brautarinnar. „Eftir nokkrar endurtekningar kom stór brekka í skóginum sem ég vissi ekki af, og hugurinn fór strax í „Ó nei, þetta gengur ekki og var ekki planið. Mig langar ekki að hlaupa upp brekkuna og næ ekki að fara jafn hratt og ég vildi. Plús það að brekku sprettir eru drulluerfiðir,” segir Edda en tók sjálfa sig síðan í gegn. „En mér tókst að endurskrifa þessar hugsanir með jákvæðni að leiðarljósi: „Þetta er frábært tækifæri til þess að verða sterkari. Brekkur eru frábærar fyrir formið og handavinnu, og skítt með pace-ið að hlaupa upp þessa brekku gerir mig bara betri. Plús ég fæ að hlaupa niður eftir á,“ skrifaði Edda. Sem þríþrautarkona þá þarf Edda að æfa hlaup, sund og hjólreiðar og í dag er komið að hjólaæfingu. „Það er erfið hjólaæfing á dagskrá í dag þar sem markmiðið er að hanga með strákunum eins lengi og ég get, og síðan aðeins lengur en það . Plús það að þjálfarinn splæsir kampvíni ef við náum KOM eða QOM, þannig það er til mikils að vinna!! Vonum að líkaminn og hausinn verði samvinnuþýðir,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Besta þríþrautarkona Íslands slær ekki slöku við þessa dagana á meðan hún vinnur markvisst af því að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fara fram á næsta ári. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er nú stödd í æfingabúðum á Mallorca á Spáni og eins og áður þá leyfir hún aðdáendum sínum að fylgjast með á Fésbókinni. Guðlaug Edda er ein af átta íslenskum íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020. Ísland hefur aldrei átt þríþrautarkonu á Ólympíuleikum. Edda segir frá erfiðri hlaupaæfingu í nýjasta pistil sínum en hún hefur lagt mikla áherslu á andlega hlutann í æfingum sínum. Gott dæmi um það er hvernig hún tókst á við mjög krefjandi hluta brautarinnar. „Eftir nokkrar endurtekningar kom stór brekka í skóginum sem ég vissi ekki af, og hugurinn fór strax í „Ó nei, þetta gengur ekki og var ekki planið. Mig langar ekki að hlaupa upp brekkuna og næ ekki að fara jafn hratt og ég vildi. Plús það að brekku sprettir eru drulluerfiðir,” segir Edda en tók sjálfa sig síðan í gegn. „En mér tókst að endurskrifa þessar hugsanir með jákvæðni að leiðarljósi: „Þetta er frábært tækifæri til þess að verða sterkari. Brekkur eru frábærar fyrir formið og handavinnu, og skítt með pace-ið að hlaupa upp þessa brekku gerir mig bara betri. Plús ég fæ að hlaupa niður eftir á,“ skrifaði Edda. Sem þríþrautarkona þá þarf Edda að æfa hlaup, sund og hjólreiðar og í dag er komið að hjólaæfingu. „Það er erfið hjólaæfing á dagskrá í dag þar sem markmiðið er að hanga með strákunum eins lengi og ég get, og síðan aðeins lengur en það . Plús það að þjálfarinn splæsir kampvíni ef við náum KOM eða QOM, þannig það er til mikils að vinna!! Vonum að líkaminn og hausinn verði samvinnuþýðir,“ skrifaði Edda en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira