Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 12:30 Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA eiga fund á morgun með viðsemjemendum. vísir/vilhelm Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. Ákvörðun um aðgerðir gæti legið fyrir hjá félögum sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara um eða eftir helgi. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins, sem enn á í viðræðum við samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara, ákvað á fundi í morgun að krefjast fundar með Samtökum atvinnulífsins til að ítreka kröfur sínar eftir að stjórnvöld kyntu aðgerðir sínar í gær. Sextán aðildarfélög sambandsins hafa gefið viðræðunefndinni umboð til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara en ákvörðun um hvort það verði gert verður ekki tekin fyrr en að loknum fundi með Samtökum atvinnulífsins í dag. Verkalýðsfélögin fjögur sem nú þegar hafa vísað deilu sinni við Samtök atvinnulífsins funda einnig innan sinna raða í dag til að undirbúa fund með atvinnurekendum hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir útspil stjórnvalda ekki einfalda stöðuna við samningaborðið. Það vanti töluvert mikið í pakka stjórnvalda. „Og við munum fylgja þeim kröfum eftir við okkar viðsemjendur, þar sem stjórnvöld munu ekki liðka frekar fyrir þessu helsta baráttumáli okkar. Að dagvinnulaun dugi fyrir sómasamlegri afkomu okkar félagsmanna,” segir formaður VR. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð fyrir viku um hækkun launa undir 600 þúsund krónum um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin og laun þar yfir hækkuðu árlega um 2,5 prósent. Verkalýðsfélögin fjögur svöruðu með gagntilboði á föstudag sem atvinnurekendur höfnuðu samdægurs. Fundur deiluaðila á morgun gæti því skipt sköpum um framhaldið.Líkur á aðgerðum aukastEr það ennþá staðan að það gæti farið svo að fyrir helgi lægi það fyrir að þið farið að skoða aðgerðir? „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Eigum við ekki bara að segja að við ætlum að fara með þetta veganesti frá stjórnvöldum og okkar viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, fyrir okkar samninganefndir og okkar bakland. Ætlum síðan að taka afstöðu á þeim vettvangi hvert framhaldið verður,” segir Ragnar Þór. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir stöðu viðræðna við Samtök atvinnulífsins hafa verið orðna erfiða áður en útspil stjórnvalda var kynnt í gær. Stjórnvöld virðist ekki heyra í röddum grasrótarinnar sem nýleg könnun Eflingar sýni að sé tilbúin í aðgerðir. „Það er reyndin. Fólk sannarlega treystir sér til að gera það og félagið gerir það. Þannig að nú þurfum við bara að sjá hvað gerist núna á næstu dögum,” segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ekki sammála formanni Eflingar um að stjórnvöld hafi ekki lagt við hlustir. „Við samningaborðið er mikilvægt að leggja við hlustir. Og ég skil það sem svo að ríkisstjórnin hafi lagt við hlustir. Enda hefur verið sérstakt ákall um að koma til móts við þá hópa sem eru neðstir í tekjustiganum. Við fyrstu sýn mína get ég ekki séð betur en þeir hópar sem eru á lægstu laununum séu að taka mest út úr þessum breytingum. Sem hlýtur að vera jákvætt í því samhengi,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Tengdar fréttir Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. Ákvörðun um aðgerðir gæti legið fyrir hjá félögum sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara um eða eftir helgi. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins, sem enn á í viðræðum við samtök atvinnulífsins án aðkomu ríkissáttasemjara, ákvað á fundi í morgun að krefjast fundar með Samtökum atvinnulífsins til að ítreka kröfur sínar eftir að stjórnvöld kyntu aðgerðir sínar í gær. Sextán aðildarfélög sambandsins hafa gefið viðræðunefndinni umboð til að vísa deilunni til ríkissáttasemjara en ákvörðun um hvort það verði gert verður ekki tekin fyrr en að loknum fundi með Samtökum atvinnulífsins í dag. Verkalýðsfélögin fjögur sem nú þegar hafa vísað deilu sinni við Samtök atvinnulífsins funda einnig innan sinna raða í dag til að undirbúa fund með atvinnurekendum hjá ríkissáttasemjara á morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir útspil stjórnvalda ekki einfalda stöðuna við samningaborðið. Það vanti töluvert mikið í pakka stjórnvalda. „Og við munum fylgja þeim kröfum eftir við okkar viðsemjendur, þar sem stjórnvöld munu ekki liðka frekar fyrir þessu helsta baráttumáli okkar. Að dagvinnulaun dugi fyrir sómasamlegri afkomu okkar félagsmanna,” segir formaður VR. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð fyrir viku um hækkun launa undir 600 þúsund krónum um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin og laun þar yfir hækkuðu árlega um 2,5 prósent. Verkalýðsfélögin fjögur svöruðu með gagntilboði á föstudag sem atvinnurekendur höfnuðu samdægurs. Fundur deiluaðila á morgun gæti því skipt sköpum um framhaldið.Líkur á aðgerðum aukastEr það ennþá staðan að það gæti farið svo að fyrir helgi lægi það fyrir að þið farið að skoða aðgerðir? „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Eigum við ekki bara að segja að við ætlum að fara með þetta veganesti frá stjórnvöldum og okkar viðsemjendum, Samtökum atvinnulífsins, fyrir okkar samninganefndir og okkar bakland. Ætlum síðan að taka afstöðu á þeim vettvangi hvert framhaldið verður,” segir Ragnar Þór. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir stöðu viðræðna við Samtök atvinnulífsins hafa verið orðna erfiða áður en útspil stjórnvalda var kynnt í gær. Stjórnvöld virðist ekki heyra í röddum grasrótarinnar sem nýleg könnun Eflingar sýni að sé tilbúin í aðgerðir. „Það er reyndin. Fólk sannarlega treystir sér til að gera það og félagið gerir það. Þannig að nú þurfum við bara að sjá hvað gerist núna á næstu dögum,” segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ekki sammála formanni Eflingar um að stjórnvöld hafi ekki lagt við hlustir. „Við samningaborðið er mikilvægt að leggja við hlustir. Og ég skil það sem svo að ríkisstjórnin hafi lagt við hlustir. Enda hefur verið sérstakt ákall um að koma til móts við þá hópa sem eru neðstir í tekjustiganum. Við fyrstu sýn mína get ég ekki séð betur en þeir hópar sem eru á lægstu laununum séu að taka mest út úr þessum breytingum. Sem hlýtur að vera jákvætt í því samhengi,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Tengdar fréttir Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16
Líkurnar á verkföllum meiri eftir blaðamannafundinn Forseti ASÍ hefði viljað sjá róttækari breytingar á skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. 19. febrúar 2019 22:15