Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. febrúar 2019 20:00 „Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“ Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
„Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57
Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37