Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 22:00 Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira