Eftir að fjármála- og efnhagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins höfðu beint þeim tilmælum til stjórnar Íslandsbanka, líkt og annarra fyrirtækja í eigu ríkisins, um að gæta hófs í launahækkunum í janúar 2017 hækkaði stjórnin laun Birnu Einarsdóttur bankastjóra í tvígang.
Fram kemur í svari Íslandsbanka við erindi Bankasýslu ríkisins sem birt var í gær að þann 1. janúar 2017 hafi grunnlaun og hlunnindi Birnu numið rétt rúmlega fjórum milljónum á mánuði. Bréf ráðuneytisins barst 6. janúar 2017 í tilefni af yfirvofandi breytingum þar sem ákvörðunarvald launa bankastjórans yrði fært frá kjararáði til stjórnar bankans.
Í svari Íslandsbanka má sjá að 1. ágúst 2017 hafa laun og hlunnindi Birnu hækkað í tæpar 4,4 milljónir króna. Önnur hækkun kom síðan 1. janúar 2018 og eru laun og hlunnindi Birnu þá orðin rúmlega 5,1 milljón króna. Hækkun upp á rúma milljón á mánuði eða 27 prósent. Þessi hækkun skýrist að nær öllu leyti af hækkun grunnlauna bankastjórans á tímabilinu.
Íslandsbanki hafði greint frá því að eigin frumkvæði á dögunum að bankinn hefði lækkað laun Birnu um rúm 14 prósent að hennar beiðni í nóvember 2018. Áætluð mánaðarlaun Birnu á þessu ári með hlunnindum verða því 4,4 milljónir.
Hækkuðu laun Birnu í tvígang eftir tilmæli um hófsemi
Sigurður Mikael Jónsson skrifar

Mest lesið

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent


Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent