100 þúsund lítrar af mysu í Lagarfljót í hverri viku Sveinn Arnarsson skrifar 22. febrúar 2019 06:15 Lagarfljótið tekur við um 120 þúsund lítrum af mysu í viku hverri. Ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif það kann að hafa á lífríki í fljótinu að sögn framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fréttablaðið/GVA Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Austurlands gagnrýnir Mjólkursamsöluna harðlega fyrir að hafa ekki efnt eigin loforð um hreinsun á mengandi efnum úr mjólkurstöðinni á Egilsstöðum en það loforð var sett í maí árið 2017. Frá þeim tíma hafa á milli 100 og 120 þúsund tonn af mysu runnið út í fráveitukerfið í viku hverri og þaðan í Lagarfljót. MS segir tafir hafa orðið vegna uppsetningar síubúnaðar. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti úrbótaáætlun MS í maí árið 2017. Áætlunin gerði ráð fyrir því að framkvæmdum varðandi hreinsun á fráveituvatni yrði lokið um síðustu áramót.Óljóst er hvaða áhrif mysan kann að hafa á lífríki Lagarfljóts. Algengt er að ferðamenn baði sig í fljótinu á heitum sumardögum.Heilbrigðiseftirlitið fór í eftirlitsferð þann 15. janúar og þar kom í ljós að fyrirtækið hafði ekki farið eftir úrbótaáætluninni. Hvorki var búið að koma á próteinhreinsun né laktósahreinsun sem átti að vera komin fyrir áramót. Á bilinu 100 til 120 þúsund lítrar af mysu renna því í fráveitukerfið og í samtali við Fréttablaðið sagði Leifur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits austurlands, að ekki væri vitað hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir lífríkið í Lagarfljóti. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heilbrigðisnefndar sem hefur áhyggjur áf stöðunni. Gagnrýnir nefndin fyrirtækið í bókun. „Heilbrigðisnefnd átelur fyrirtækið vegna vanefnda á eigin úrbótaáætlun. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að sýni verði tekin af fráveituvatni sem allra fyrst þar sem mælt verður heildarmagn mengandi efna og rennsli frá vinnslunni. Þannig að unnt verði að meta álag á fráveitukerfi og viðtaka,“ segir í bókuninni. Fyrirtækinu er gert að skila inn gögnum fyrir 1. apríl næstkomandi.Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi MS.Sunna Gunnars Marteins, upplýsingafulltrúi MS, segir fyrirtækið hafa skýra stefnu og markmið í frárennslismálum og vilja fara eftir öllum settum reglum og viðmiðum þar að lútandi. „Góð sátt um fyrirkomulag á frárennsli og umhverfismálum eru ótvíræðir hagsmunir Mjólkursamsölunnar. Því miður hafa orðið tafir vegna uppsetningar á fullkomnum síunarbúnaði,“ segir Sunna. Mjólkursamsalan telur að hluti efnanna sem séu í mysunni sé fangaður nú þegar með fituhreinsun en það eigi eftir að prótein- og laktósahreinsa hann. „Lausn þessa máls er hluti af stærri mynd sem Mjólkursamsalan hefur unnið að af miklum metnaði í samvinnu við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið Heilsuprótein vinnur hágæða prótein úr ostamysu eins og þeirri sem fellur til á Egilsstöðum. Því er farið að líta á mysuna sem rennur frá ostagerðinni sem verðmætt hráefni og bagalegt að það dragist að þetta hráefni skili sér í framleiðsluna á Sauðárkróki.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Umhverfismál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira