GSP tilkynnti um ákvörðunina í heimabæ sínum Montreal en hann er orðinn 37 ára gamall. Hann hefur aðeins einu sinni barist síðan 2013. Hann snéri aftur árið 2017 til þess að pakka Michael Bisping saman.
Can you pick just one?!
We count down the Top fights of @GeorgesStPierre's career pic.twitter.com/5MqGlwb75E
— UFC (@ufc) February 21, 2019
GSP náði því að verða bæði velti- og millivigtarmeistari hjá UFC og hélt veltivigtartitlinum í 2.204 daga.
Thank you, @GeorgesStPierre. For everything. pic.twitter.com/iIltDOeNjT
— UFC (@ufc) February 21, 2019
„Það eru engin tár á þessari stundu. Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína. Það þarf aga til þess að hætta á toppnum.“
GSP sagði einnig að hann hefði í raun aldrei notið bardagadagsins mikið. Hann hefði aldrei fengið neitt út úr því að meiða aðra.
„Ég hataði bardagadaginn. Mér finnst ekki gaman að meiða aðra. Ég elska að æfa og undirbúa mig en bardagadagurinn gerði aldrei neitt fyrir mig. Nú þarf ég ekki að lemja neinn lengur,“ sagði GSP og brosti.