Fær 3,6 milljónir frá ríkinu vegna frelsissviptingar í 103 daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 17:07 Maðurinn var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur. Dómsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða manni um 3,6 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar í 103 daga. Maðurinn, sem var þá á reynslulausn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald 12 daga og var síðar látinn afplána 600 daga fangelsisdóm sem hann hafði áður hlotið. Samtals krafðist hann 77 milljóna í bætur frá ríkinu.Taldi sig sviptan frelsi í 612 daga Málsatvik eru þau að stefnandi var handtekinn 6. júlí 2014 og úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 6. júlí 2014 til 18. júlí 2014. Rökstuddur grunur þótti um að hann hefði gerst sekur um líkamsárás og frelsissviptingu gegn tveimur aðilum. Hann taldi sig hafa verið sviptan frelsi að ósekju í 12 daga meðan á handtöku, og síðar gæsluvarðhaldi, stóð og síðan í 600 daga til viðbótar þegar hann afplánaði eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hlaut áður. Þetta hafi haft í för með sér tjón sem hann gerði nú kröfu um að fá bætt. Bótakröfur mannsins í málinu voru af tvennum toga. Annars vegar krafðist hann bóta vegna tekjutaps á umræddu 612 daga tímabili en hins vegar miskabóta vegna frelsissviptingarinnar. Maðurinn krafðist alls tæpra 77 milljóna króna í bætur. Ríkið hafnaði því aftur á móti að til bótaskyldu hafi stofnast. Sagði frelsi sitt skert með íþyngjandi hætti Maðurinn byggði málshöfðun sína á því að rannsakendur hafi við handtöku og ósk um gæsluvarðhald beitt óhóflegu valdi. Með því að handtaka hann og óska eftir því að hann yrði færður í gæsluvarðhald hafi frelsi hans verið skert með íþyngjandi hætti, enda hefðu rannsakendur mátt vita hvaða þýðingu það hefði fyrir hann, sem þá hafi verið á reynslulausn. Stefndi, ríkið, mótmælti öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum og ósönnuðum. Gögn mannsins sjálfs stönguðust á við fullyrðingar um tekjutap Að mati dómsins var málatilbúnaður mannsins um meint tekjutap hans ótrúverðugur og stangaðist auk þess verulega á við upplýsingar sem hann hafði sjálfur lagt fram í málinu um heilsufar sitt og atvinnusögu. Taldist því ósannað að maðurinn hafi orðið fyrir því tekjutapi sem hann reisti kröfur sínar á. Aftur á móti verði ekki fram hjá því litið að verulegar og óútskýrðar tafir urðu á útgáfu ákæru í málinu eftir að rannsókn lögreglu lauk, en í þeim efnum verði ekki sakast við manninn. Manninum voru því dæmdar miskabætur úr hendi ríkisins vegna frelsissviptingar í 103 daga, en að öðru leyti verði stefnandi að bera tjón sitt sjálfur. Þóttu miskabætur hæfilega ákveðnar 3.605.000 krónur.
Dómsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira