Ofursunnudagur á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2019 11:30 City er ríkjandi deildarbikarmeistari getty Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti