Ofursunnudagur á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2019 11:30 City er ríkjandi deildarbikarmeistari getty Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Manchester City vonast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik haft mikið að segja í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari markatölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Trafford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í fleiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði herinn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.Sjötti titilinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leikvanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undanförnu. Fyrir utan tap fyrir Newcastle United hefur City verið á fljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstaklega öflugt í þessari keppni á undanförnum árum og unnið deildabikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslitaleik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikarmeistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikarsins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira