Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 17:46 Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. vísir/daníel Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent