Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu segir ástandið viðkvæmt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15