Kepa varð skúrkurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. febrúar 2019 09:00 Kepa Arrizabalaga vísir/getty Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira